Fjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa sérstakan áhuga á hæfileikaríkum ungum börnum. Undrabörn sem syngja, dansa og spila á ólíklegustu hjóðfæri eru sífellt troðandi upp í norðurkóresku sjónvarpi. Ef til vill eiga börnin að vera börnin lýsandi dæmi um yfirburði norðurkóreskrar þjóðar og menntakerfis hennar.

 

Þetta þarf þó engan að undra. Við í hinum frjálsa heimi deilum þessari ástríðu þeirra, enda fátt vinsælla á YouTube en myndbrot af litlum börnum að gera óvæntar kúnstir.

 

Það er þó oft eitthvað óhuggulegt við þessi norðurkóresku undrabörn, hvort það er vélrænt fas þeirra eða vitneskjan um hinar ömurlegu aðstæður venjulegra borgara í þessu miskunnarlausa einræðisríki. Hungursneyðir geisa í Norður-Kóreu og mörg börn glíma við vannæringu. Þau koma ekki fram í sjónvarpi.

 

Bandaríski blaðamaðurinn Diane Sawyer ferðaðist til Norður-Kóreu árið 2009 og hitti meðal annars slík undrabörn í höfuðborginni Pjongjang: „Mikið af tíma þeirra fer í æfingar — æfingar af næstum trúarlegum ofsa. Okkur var sagt hvað eftir annað að þau hugsuðu að þau væru að þessu fyrir hinn ástkæra leiðtoga Kim Jong Il, föður þeirra sem gaf þeim einkennisbúningana og námsgögnin.“

 

Lemúrinn tók saman nokkrar af sínum ‘uppáhalds’ norðurkóresku barnastjörnum.

 

Vídjó

Gítarkvintett.

 

Vídjó

Leikskólabörn spila á hefðbundin kóresk slagverkshljóðfæri.

 

Vídjó

Morgunleikfimi.

 

Vídjó

Tvær stúlkur syngja kóreskt þjóðlag.

 

Vídjó

Kan E-Lim, sex ára, getur bæði sungið og spilað á sílófón.

 

Vídjó

Fimm ára stúlkubarn spilar á hefðbundið kóreskt strengjahljóðfæri.

 

Lemúrinn hefur áður vakið athygli á stúlkunum sem buðu júgóslavneska einræðisherrann Tito velkominn til Norður-Kóreu með harmónikkuleik og söng á serbókróatísku. Og auðvitað hinn norsk-norðurkóreski harmónikkukvintett, sem er þó ekki hræðilegur, einungis frábær.