Bærinn North Shields liggur á bakka fljótsins Tyne í Norður-Englandi, ekki langt frá Newcastle. Nafn bæjarins merkir líklega Norður-Kofar, en Shields er komið af miðenska orðinu schele, sem merkir lítill kofi eða skemma.

 

North Shields var lengst af athvarf sjómanna sem veiddu á hafsvæðunum norðan Skotlands. Í bænum voru einnig starfrækt ýmis sjómannahæli þar sem sjómönnum var veitt fæði og skjól. Mikil fátækt ríkti á þessum slóðum í Englandi um aldamótin 1900, eins og svo víða annars staðar í Norður-Englandi á þessum tíma.

 

Sýslan sem bæði North Shields og borgin Newcastle tilheyra heitir Tyne og Wear og í henni eru rekin skjala- og byggðasöfn sem varðveitt hafa ýmislegt úr þjóðlífinu í sýslunni. Hér birtast fangamyndir af 12 konum sem allar komust í kast við lögin í North Shields á árunum 1903 til 1904. Flestar voru í haldi vegna „larceny“, sem er gamalt ensk lagaheiti yfir þjófnað. Allar myndirnar tilheyra Tyne & Wear Archives & Museums.

 

Þeir sem eru áhugasamir um hið félagslega óréttlæti sem íbúar Norður-Englands bjuggu við á fyrri hluta tuttugustu aldar ættu að lesa hina frábæru bók George Orwell, The Road to Wigan Pier. Orwell ferðaðist um iðnaðarhéröðin í norðrinu á fjórða áratugnum og dregur upp átakanlega mynd af þeim í þessari bók, sem lesa má í heild sinni á fyrrnefndri slóð.