Þýski líffræðingurinn Ernst Haeckel (1834-1919) átti langan og farsælan starfsferil. Hann uppgötvaði og flokkaði þúsundir lífvera, bjó til hugtök eins og ‘vistfræði’ (þ. Ökologie) og ‘stofnfruma’ (þ. Stammzelle) og hampaði verkum Charles Darwin í Þýskalandi. Haeckel var einnig hæfileikaríkur teiknari og málari, og árið 1904 gaf hann út í bókarformi safn teikninga og vatnslitamynda af dýrum, plöntum og öðrum lífverum: Kunstformen der Natur, Listform náttúrunnar.

 

Nákvæmar, litríkar myndir Haeckels og hin furðulegu form og munstur náttúrunnar sem þar birtast vöktu mikla athygli, og bók hans naut vinsælda og áhrifa langt út fyrir heim líffræðinnar. Max Ernst, Paul Klee og Wassily Kandinsky, og fleiri af áhrifamestu listamönnum 20. aldar, þekktu rit Haeckels og vísuðu í það í eigin verkum.

 

 

Sæsveppir (Ascidiacea)

 

Froskar (Batrachia)

 

 

Liðormar (Chaetopoda)

 

Spörfuglar (Trochilidae)

 

Marglyttur (Discomedusae)

 

 

Marglyttur (Discomedusae)

 

 

Fléttur (Lichenes)

 

 

Mosi (Muscinae)

 

 

Sambýli holdýra (Siphonophorae)

 

 

Geislungar (Stephoidea)

 

Sniglar (Prosobranchia)

 

Orkídeur (Orchidae)

 

Bertálknar (Nudibranchia)

 

Mölflugur (Tineida)

 

Hveldýr (Narcomedusae)

 

Þetta er aðeins brot af þeim rúmlega hundrað myndum sem birtust í Kunstform der Natur — restina má finna á Wikimedia Commons.

 

Ernst Haeckel, líffræðingurinn listræni.