Undanfarna viku hafa borgir í Nígeríu logað í fjöldamótmælum  almennings og verkfalla. Mótmælin beinast gegn spillingu í nígerísku samfélagi og stjórn forsetans Goodluck Jonathan, en kveikjan að mótmælunum var að Jonathan ákvað að afnema niðurgreiðslur bensíns. Hefur bensínverð rokið upp í kjölfarið. Mótmælendur hafa kallað sig Occupy Nigeria líkt og mótmælendur á Wall Street og víðar.

 

Nígeríski popparinn Tha Suspect sendi frá sér þetta lag, SUBsidy, mótmælendum til stuðnings.