Lemúrar eru flestir einstaklega fagrar, greindar og almennt undursamlegar skepnur. Hinsvegar eru svartir sauðir í hverri fjölskyldu og einnig meðal lemúra. Aye-aye (Daubentonia madagascariensis) er næsta óumdeilanlega ljótasti lemúrinn.

 

Líkt og aðrir lemúrar býr aye-aye á Madagaskar. Aye-aye eru náttdýr og hefst aðallega við í trjákrónum í regnskógunum á austurströnd eyjunnar. Þessir litlu vinir okkar eru jafnan 30-37 cm á lengd og hafa til viðbótar 44-53 cm langt skott. Þeir verða allt að 20 ára gamlir. Þeir borða allt sem að kjafti kemur en eru hrifnastir af hnetum og ávöxtum.

 

Helsta vörumerki aye-ayea er óumdeilanlega óvenjulegar hendur þeirra. Fingurnir eru langir og mjóir og þykja helst minna á fingur galdranorna. Samkvæmt madagaskri þjóðtrú er maður dauðadæmdur ef aye-aye bendir löngutöng að manni og einn ættbálkur á Madagaskar heldur því fram að aye-ayear brjótist reglulega inn í hús þeirra og myrði saklaust fólk með því að stinga gat á ósæðina með fingrunum hræðilegu.