Þetta eru Bandaríkjamenn af japönskum uppruna á gamlárskvöldi að fagna komu ársins 1945. Þau eru stödd í fangabúðum í Utah-ríki.

 

Í seinni heimsstyrjöld voru Bandaríkjamenn af japönsku bergi brotnir álitnir hugsanlegir landráðamenn, og komið fyrir í sérstökum „kyrrsetningarbúðum“ sem ekki voru annað en fangabúðir. Alls voru 110.000 manns teknir til fanga, og voru langflestir bandarískir borgarar.