Blind kona í New York árið 1916. Fræg mynd ljósmyndarans Paul Strand sem nú er geymd í Metropolitan Museum of Art.

 

„Þetta er ljósmynd af blindri konu sem tekin var úti á götu í New York. Þessi kona er betlari. Á hálsinum hangir skilti með greinilegum stöfum, sem leyfir henni að betla: þetta var á öld frjálslyndisins, þegar betlarar þurftu á leyfi að halda. Merkjakerfi þetta var hannað til að stjórna nauðstöddum þegnum með því að merkja þá þannig að allir sæju. Þegar þessi kona hafði verið opinberlega skráð sem blindur einstaklingur gat hún orðið að lögmætum viðtakanda samúðar almennings.“ – Géraldine Chouard, Transatlantica.