Ítalska greifynjan Luisa Casati var frægur furðufugl í listalífi Evrópu í byrjun tuttugustu aldarinnar. Ótal listamenn máluðu myndir af henni. Hér sjáum við hins vegar ljósmynd sem bandaríski listamaðurinn Man Ray tók árið 1928.