Jólin voru ekki haldin hátíðleg í Sovétríkunum, enda ríkistrúin þar algjört trúleysi. En þess í stað fögnuðu Sovétmenn áramótum á kunnuglegan hátt — með ljósaskreytingum, gjöfum og barrtrjám. Slavneskur frændi jólasveinsins, hinn hvítskeggjaði Ded Moroz — Frosti afi — deildi út gjöfum. Almenningur skiptist líka á nýárskortum líkt og jólakortum. Hér að neðan eru nokkur eftirminnileg sovésk nýárskort.

 

 

Á dögum geimkapphlaupsins urðu nýárskort með geimferðaþema vinsæl. Frosti afi þaut þá um himingeiminn á eldflaug eða gervihnött og hjálparsveinn hans, Nýársdrengurinn, klæddist geimfarabúning.

 

 

 

 

 

Sagan segir að Stalín hafi einhverju sinni fyrirskipað að Ded Moroz skyldi ávallt klæðast bláum fötum, svo að örugglega enginn ruglaði honum við hinn borgaralega jólasvein Vesturlanda. Með tímanum urðu þeir frændurnir þó mjög svipaðir í útliti.