Vídjó

Breska sinfóníuhljómsveitin New Philharmonia Orchestra flytur svítu úr ballettinum Eldfuglinum eftir Ígor Stravinskíj í London árið 1965. Stjórnandi er tónskáldið sjálft, 83 ára gamall.

 

Eldfuglinn var frumsýndur í Rússneska ballettinum í París árið 1910. Stravinskíj var þá 27 ára og næsta óþekktur, en verkið skaut honum fljótt upp á stjörnuhimininn. „Stravinskíj braut blað í sögu balletttónlistar með kraftmikilli túlkun sinni á rússnesku þjóðsögunni um prinsinn Ívan sem bjargar prinsessunni sinni úr klóm óargadýrs“ segir á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands um verkið.

 


Igor Stravinsky (1965) conducts 'Lullaby and… by miglesias2007