Hinn búlduleiti fjólufroskur (nasikabatrachus sahyadrensis) býr í fjöllunum á vesturhluta Indlands. Hann verður að meðaltali um 7 cm langur og hljóðin sem hann gefur frá sér líkjast gaggi í hænu. Vísindamenn uppgötvuðu ekki tilvist hans fyrr en í október 2003, þar eð froskurinn eyðir nánast öllu árinu neðanjarðar, fyrir utan þær tvær vikur sem monsúnrigningarnar standa yfir, en þá er fengitími hans. Fjólufroskurinn á fáa að á sjálfu Indlandi en nánustu ættingja hans er að finna á Seychelle-eyjum, sem ku færa frekari sönnur fyrir þeirri kenningu að Indland, Madagaskar og Seychelle-eyjar hafi eitt sinn tilheyrt sama landflæmi.

 

Vídjó