Vídjó

Aumingja Robert Mugabe, enginn vill leika við hann. Allir vinir hans, Saddam og Idi Amin og Maó og allir karlarnir eru horfnir. Meira að segja Gaddafí. Hann er einn eftir.

 

Þetta er auglýsing fyrir suðurafríska skyndibitastaðinn Nando’s. Auglýsingin hefur ekki fallið í kramið hjá stuðningsmönnum Mugabes í Zimbabwe. Meðlimir ungliðahersveitarinnar Chipangano hafa hótað að sniðganga skyndibitastaðinn ef sýningum á auglýsingunni er ekki hætt.