Vídjó

 

Juan de los Muertos (sem á ensku heitir Juan of the Dead í anda Dawn of the Dead og Shaun of the Dead) er ný hryllingsmynd frá Kúbu. Hún fjallar um letihauginn Juan sem lifir afar rólegu lífi í Havana. Þangað til borgin fer allt í einu að fyllast af uppvakningum, sem eru greinilega ekki andófsmenn frá Bandaríkjunum, eins og kommúnistastjórnin heldur fram.

 

Leikstjórinn Alejandro Brugués hefur horft á uppvakningamyndir síðan hann var lítill trítill: „Önnur myndin sem ég eignaðist á ævinni var „Evil Dead“ eftir Sam Raimi, og síðan þá hef ég ekki getað hamið mig í að elta uppi allt það sem er lifandi dautt.“

 

Brugués segir að hugmyndin að „Juan of the Dead“ hafi komið af sjálfu sér. „Kúba hefur búið sig undir átök við Bandaríkin í 50 ár. En hvað ef landið þyrfti í staðinn að berjast við uppvakninga? Kúbverjar nota alltaf þrjár leiðir til að takast á við vandamál: þeir reyna að hagnast á vandamálinu, þeir venjast því og lifa með því eða þeir fleygja sér í sjóinn til að synda burt frá eyjunni.“