Fanaloka (fossa fossana) er, eins og latneska heitið bendir til, skyld fossu, en þær tilheyra báðir eupleridae, ætt rándýra sem finnst aðeins á Madagaskar. Fanaloka er einnig þekkt sem randaþefköttur (e. striped civet) en það er rangnefni þar sem hún er ekki lík þefköttum nema í útliti. Fanalokur eru rúmlega 47 cm á lengd og með 20 cm langt skott. Líkt og frænka hennar, fossan, býr fanalokan í þurrum hitabeltisskógum, þar sem hún fer á stjá að næturlagi og herjar á skriðdýr og skordýr. Fanalokur eru mjög sjaldséðar og fátt er vitað um venjur þeirra.