Hvernig er umhorfs innan í froski? Nú þarf lesandinn ekki lengur að velta þessari spurningu fyrir sér, þökk sé hinum suður- og miðameríska glerfroski (centrolenidae). Froskurinn er ekki allur gegnsær, aðeins neðri hlutinn — að við virðum hann fyrir okkur ofan frá er hann einfaldlega ljósgrænn. Vísindamenn hafa ekki enn komist að því hvers vegna froskurinn er gegnsær á þennan hátt, eða hvaða tilgangi gegnsæið gæti hugsanlega þjónað. Flestir froskar af þessari ættkvísl lifa í trjám og geta orðið allt frá 3 cm upp í 7 cm langir.