Á þessari mynd gefur að líta sakleysislegt hvítmálað hús umkringt trjám og gróðri í Burbank, Kaliforníu. En ekki er allt sem sýnist…

 


 
Grasið er í raun risavaxið grænt net sem var strengt yfir Lockheed flugstöðina á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, af ótta við að Japanir gætu gert stöðina að skotmarki sínu.
 
Netið var nógu sterkt til að ganga á og var fólk fengið til að rölta eða hjóla yfir það annað slagið til að gera blekkinguna sem trúverðugasta.