Í dag heldur Miðasíuríkið Túrkmenistan upp á þjóðhátíðardag sinn. Þann 27. október fyrir tuttugu árum lýsti landið yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum.

 

Æ síðan hefur ríkt einræði í Túrkmenistan. Þá sjaldan sem Túrkmenistan hefur ratað í fréttir á Vesturlöndum hefur það yfirleitt verið vegna uppátækja og óstjórnar fyrsta forseta landsins, Saparmurat Niyazov. Sá lét fylla borgir Túrkmenistan af gullstyttum af sjálfum sér, endurskírði mánuði ársins eftir fjölskyldumeðlimum sínum og fleira, jafnframt því sem hann undirokaði og kúgaði þjóð sína. Niyazov lést árð 2006, en eftirmaður hans Gurbanguly Berdimuhamedow er litlu skárri, þó hann haldi sérviskurugli í lágmarki og vekji þannig takmarkaða athygli utan landsteinanna.

 

Efnahagur Túrkmenistans er slæmur, meirihluti landsins er þakinn eyðimörk og fátækt er mikil. Undir eyðimörkinni leynist jarðgas sem sumir binda vonir við að geti fært landinu velsæld en það gengur hægt sökum óstjórnar, skrifræðis og spillingar.

 

Þrátt fyrir allt þetta vonar Lemúrinn innilega að hinn almenni Túrkmeni njóti þjóðhátíðardagsins. Við hin skulum hlusta á túrkmenska popptónlist í tilefni dagsins.

 

Vídjó

Túrkmenska popp-prinsessan Myahri.

 

Vídjó

Skemmtarakonungurinn Pälwan.

 

Vídjó

Dívan Dilnaz Penjiyewa.

 

Vídjó

Í einstaklega skrautlegu túrkmensku brúðkaupi með Jennet Işanowa.