Fyrir tveimur vikum kom ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit heim eftir rúm fimm ár í haldi Hamas á Gazaströndinni. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum var heimkoma Shalits hluti af fangaskiptum Ísraelsstjórnar og Hamas og mun 1027 palestínskum föngum í Ísrael verða sleppt í stað Shalits.

 

Þann átjánda október tók fjölskylda Shalits á móti honum á landamærum Ísraels, Egyptalands og Gaza. Ísraelski herinn var einnig á staðnum, svo og Benjamín Netanyahu forsætisráðherra. Eftir fimm ára fjarveru voru endurfundir Shalits og fjölskyldu hans voru skiljanlega tilfinningaþrungnir. En það vakti einnig athygli almennings í Ísrael að á nær öllum myndum af heimkomunni sem birtust í fjölmiðlum mátti einhverstaðar glitta í Benjamín Netanyahu. Rétt eins hann hefði vísvitandi troðið sér inn á hverja mynd, svo að enginn gleymdi nú örugglega að langþráð heimkoma Shalits væri öll honum að þakka.

 

Tilfinningaþrungnir endurfundir — Gilad Shalit faðmar föður sinn Noam eftir fimm ár í haldi. Netanyahu var á staðnum.

 

Í kjölfar þessa hafa ísraelskir netverjar fótósjoppað Netanyahu að troða sér inn í allar mögulegar aðstæður — mikilvæga atburði í veraldarsögunni, fræg málverk, sjónvarpsþætti og svo framvegis. Nefnist þetta sport að „Bíbí-bomba“ eftir gælunafni forsætisráðherrans.

 

Netanyahu flýr napalmsprengjur í Víetnamstríðinu.

 

Netanyahu í Super Mario Bros.

 

Netanyahu á umslagi Sgt Pepper's Lonely Hearts Club Band.

 

Netanyahu og Ben Gurion lýsa yfir stofnun Ísraelsríkis árið 1948.

 

Getur þú fundið ísraelska forsætisráðherrann á þessari mynd?

 

Netanyahu og Obama fylgjast með drápi Bin Ladens.

 

Carter, Sadat, Begin og Netanyahu við undirritun friðarsamninga Ísraels og Egyptalands 1978.

 

Netanyahu með hinum jedíunum.

 

Netanyahu í málverki eftir Jackson Pollock.

 

Vídjó

Netanyahu á mótmælum í Tel Aviv.

 

Enn fleiri Bíbí-bombur er að finna hér.