Vídjó

Miðpunktur Marrakesh-borgar í Marokkó er torgið Jama’a al-Fnaa, heiti hvers gæti útlegst á íslensku „moska hinna dauðu“. Torgið iðar af lífi á svo að segja öllum tímum sólarhringsins. Á daginn er það fullt af glingursölum, túristum, slöngutemjurum, sögumönnum og dönsurum. Þegar myrkur færist yfir breytir torgið um svip — mannmergðin eykst, en glingursalarnir og slöngutemjararnir og túristarnir víkja fyrir stórum matarbásum og tónlistarmönnum sem spila í takt við frantískt mannlífið.

 

Bandaríska útgáfufyrirtækið Sublime Frequencies gaf nýlega út plötu, Ecstatic Music of the Jemaa El Fna, með upptökum af tónlistarmönnum næturinnar á torgi hinna dauðu.

 

Torg hinna dauði að kvöldi til.