Vídjó

„Björndans“

 

Í Dölunum í Svíþjóð breiða vötnin Siljan og Orsa úr sér á milli skógi vaxinna hæða og smábæir kúra hvarvetna með sín sterku sænsku einkenni. Í Dölunum er rík og gróskumikil dansmenning eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum.

 

Vídjó

„Halling“

 

„Stundum lyftist þykkt reykjarkófið, sem jafnan grúfir yfir Domnarvet-stóriðjuverinu, til lofts og líður hægt eins og þokuslæður út yfir Tunasléttuna. Þetta stóriðjuver er eitt elzta járniðjuver Sviþjóðar og raunar allrar Evrópu. Vafalítið mun það einnig í allra fremstu röð sinnar tegundar að þvi er lýtur að tækni í framleiðslu. — Upp úr reykjarkafinu teygir sig hátt til lofts turnspíra.“ Svona lýsti Tíminn Dölunum árið 1973.

 

Dalbúar dansa.

Dalbúar elska að dansa. Myndin birtist í Tímanum árið 1973.