Vídjó

Fuji kallast tegund af nígerískri danstónlist sem varð til á sjöunda áratugnum, undir áhrifum frá hefðbundinni slagverkstónlist múslimskra Yorubamanna, en af óræðum ástæðum nefnt eftir eldfjallinu fræga í Japan. Helsti frumkvöðull fujitónlistar var Chief Dr. Sikiru Ayinde Barrister (1948-2010), sem hér flytur lag af plötunni New Wave of Fuji frá 1991.