Þessir brandarar birtust í dálknum „Hitt og þetta“ í dagblaðinu Ísafold árið 1878.

 

Norður-Ameríkumenn (Yankees) eru allra manna spurulastir. Eitt sinn var einn á ferð á gufuskipi með mörgu öðru ferðafólki. Þar var ungur maður, meðal annara, hálf-feimleitur, og mjög dökkur á hár og hörund. Ameríkumanni varð eitthvað hálftítt um þenna mann, og hjelt sjer nærri honum langan tíma dags, eins og honum byggi eitthvað í skapi, er ungmenninu kæmi við. Loks gengur Ameríkumaður að honum og segir: „Ókunningi (stranger), hvernig stendur á þvi, að þú ert svo dökkur á brún og brá?“ Hinum varð felmt við og svaraði í grandleysi: „Það hræddi svartur maður hana móður mína, þegar hún gekk með mig; hann hljóp, á eptir henni“. „Ætli hann hafi eigi náð henni“, svaraði Ameríkumaðurinn, og gekk burt.

 
 

Það er enn siður víða í Suður-Ameríku, að ef vinur sækir vin heim til gistingar og hefir kunningja með sjer, er húsráðandi ekki þekkir, þá kemur hann kunningjanum í kynni við húsbónda með þessum orðum :„Þetta er N. N; vinur minn, og þú átt aðganginn að mjer fyrir allt, sem hann kann að stela frá þjer“.