Sumarið 1959 settu Bandaríkjamenn upp sýn­ingu í mið­borg Moskvu sem átti að vinna hug og hjörtu íbúa Sovétríkjanna. Á sýn­ing­unni gátu gestir meðal ann­ars gengið um ganga „hins týpíska banda­ríska heim­ilis“, sem var fullt af nýj­ustu tækni og þægindum. Skilaboð sýningarhaldara til hins þjakaða sovéska borgara voru að allir Bandaríkjamenn hefðu ráð á slíkum lúxus. Og allt undrum kapítalismans að þakka.

 

Sjálfur aðalritarinn Níkíta Krúsjoff var við­staddur opnun sýn­ing­ar­innar þann 24. júlí. Honum dugði auð­vitað eng­inn minni leið­sögu­maður en banda­rískur koll­egi hans, Richard Nixon. Nixon leiddi Krúsjoff og föru­neyti um hið glæsi­lega banda­ríska heim­ili og kynnti honum hin fínni blæ­brigði hins kapí­talíska raun­veru­leika. Þegar skoð­un­ar­ferð­inni lauk komu þeir félagar sér svo fyrir í eld­hús­inu og ræddu þjóð­málin – óund­ir­bú­inn og óform­legur leið­toga­fundur sem síðar fékk nafnið Eldhúsumræðurnar.
 Hér sjást Nixon og Krúsjoff ræða saman um for­láta þvotta­vél. Athugið að til hægri er arftaki Krúsjoffs og góðvinur Lemúrsins, Leoníd Bresnjeff.